logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vel heppnuð Vorhátíð

14.04.2011

Allir nemendur í 1. - 6.bekk komu fram og  voru atriðin metnaðarfull og flott. Sýningargestum var boðið uppá leikrit, söngatriði, dansatriði, leikna brandara og hvaðeina. Sýningar voru þrjár og var árgöngum blandað á sýningar til að fá sem fjölbreytilegasta flóru. Nemendur 6.bekkja sáu um veitingasölu sem og þeir sáu um öll tæknileg atriðið, kynningu og stjórn á sýningunni. Full var úr dyrum og má reikna að um 250 sýningargestir hafi verið á hverri sýningu. Við þökkum nemendum og starfsfólki fyrir vel heppnaða sýningar og gestum þökkum við kærlega fyrir komuna. Myndir frá Vorhátíðinni eru á myndasíðunni.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira