logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Lífshlaupið

01.04.2011 20:24

Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa. Landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Lýðheilsustöð gaf út í fyrsta skipti árið 2008 ítarlegar ráðleggingar um hreyfingu. Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag (sjá nánar hér til vinstri undir hnappnum Hreyfiráðleggingar). Inn á vef Lífshlaupsins er hægt að velja um þrjár leiðir.

  • Ef þú ert 16 ára og eldri getur þú tekið þátt í vinnustaðakeppni.
  • Ef þú ert 15 ára og yngri getur þú tekið þátt í hvatningarverkefni fyrir grunnskóla.
  • Allir geta tekið þátt í einstaklingskeppni þar sem þátttakendur geta skráð niður sína daglegu hreyfingu allt árið.

    Þú getur fylgst með fjölda þátttakenda, fjölda liða og með þeim árangri sem þátttakendur ná í hverju sveitarfélagi fyrir sig með því að smella á Staðan hér vinstra megin.

    Skrá má alla hreyfingu niður en hún þarf að ná minnst 30 mínútum samtals hjá fullorðnum og minnst 60 mínútur samtals hjá börnum og unglingum til að fá dag skráðan. Tímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn s.s. 10 til 15 mín í senn

Tímabilið var 2. - 22.febrúar og lentu nemendur Varmárskóla í flokki stærstu skólanna í þriðja sæti. Starfsmennirnir lentu hinsvegar í 22 sæti í vinnustaðakeppni. Glæsilegur árangur nemenda okkar en Varmárskóli hefur alltaf lent á verðlaunapalli frá 2008!

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira