logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Skólahreysti

28.02.2011

Á fimmtudaginn næstkomandi 3.mars tekur Varmárskóli þátt í skólahreysti.

Keppnin fer fram í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi og hefst klukkan 16:00. Rúta fer frá íþróttahúsinu að Varmá klukkan 15:30. Nemendur í 9. og 10. bekk ganga fyrir í rútuna en að sjálfsögðu eru allir velkomnir á svæðið. Litur Varmárskóla er RAUÐUR þannig að við hvetjum alla til að koma í rauðum lit. Skráningarblöð liggja frammi hjá ritara og þar er hægt að skrá sig í rútuna en ekkert kostar í hana. Keppendur fyrir Varmárskóla eru Helgi Ólafsson / Tamar Lipka Þormarsdóttir í hraðabraut og Viktor Gauti Guðjónsson / Birta Jónsdóttir í upphífingar / dýfur og armbeygjur / hreystigreip.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira