logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Nemendur úr 9. og 10. bekk í Varmárskóla heimsóttu Riga í Lettlandi 11. – 16. febrúar

17/02/12

116Vikuna 11. – 16. febrúar voru 15 nemendur og þrír kennarar úr Varmárskóla,  í  Riga í Lettlandi að taka þátt í Nordplus junior verkefni.  Nemendurnir heimsóttu  jafnaldra sína í  Rīgas Zolitūdes Ģimnazija skólanum.

Meira ...

Þorrablót hjá 4-JV

15/02/12

4JV_bekkjarkvold (26)Krakkarnir í 4. JV voru með Þorrablót og buðu foreldrum uppá kynningu úr námsefninu um Ísland áður fyrr. Börnin og foreldrar þeirra komu með girnilegan Þorramat, sem allir gæddu sér á. Sjá fleiri myndir á myndasíðunni 4.JV Þorrablót.

Meira ...

Ekki verður farið í skíðaferðina í eldri deild í dag.

15/02/12

Lokað er í Bláfjöllum í dag og því verður ekki farið í skíðaferðalagið í dag. Kennsla samkvæmt stundatöflu er í dag.

Meira ...

ABC barnaþorpin í Nairobi í Kenía

13/02/12

5b_ABC_sofnunNemendur í 5. bekk munu fara um allan bæ um helgina að safna peningum í söfnunarbauka fyrir ABC.  Krakkarnir fengu öll buff merkt ABC, þau munu bera þau þegar þau eru að safna.

Meira ...

Valtími hjá 2.bekk

13/02/12

valtimi_2bekkur (3)Börnin í 2.bekk fengu valtíma eftir velheppnuð bekkjarkvöld. Eins og sjá má á myndunum nutu börnin sín. Myndirnar eru á myndasíðu - 2.bekkur - valtími.

Meira ...

Stóra upplestrarkeppnin - undankeppni

10/02/12

Upplestrarkeppni_2012 (6)Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina fór fram í hátíðarsal skólans miðvikudaginn 8. febrúar að viðstöddu fjölmenni. Tíu nemendur kepptu fyrir hönd íslenskuhópa sinna en nemendur höfðu áður valið fulltrúa sína í kennslustund í íslensku.

Meira ...

100 daga hátíð

09/02/12

100 daga h t¡Ð (1)Þriðjudaginn 7.febrúar héldu 1. bekkingar uppá að það eru 100 dagar frá því að skólinn var settur. Krakkarnir komu í búningum og voru með kórónur sem á stóð 100. Þau eru búin að vera að telja hvern dag síðan skólinn byrjaði og flokka dagana í tugi, í dag náðu þau loksins 100.

Meira ...

8. AÞ fékk hvatningarverðlaun Rásar 2 í Lífshlaupinu

08/02/12

Varmárskóli tekur þátt í lífshlaupinu og eru nemendur og starfsfólk hvatt til að hreyfa sig eins oft í viku og tök eru á. 8.AÞ í Varmárskóla var dreginn út í hvatningarleik Rásar 2 og fær í verðlaun ávaxtakörfu frá Ávaxtabílnum. Til hamingju með þetta 8.AÞ. Áfram Varmárskóli!

Meira ...

Nemendur frá Varmárskóla tóku þátt í skákdeginum

30/01/12

skakdagurinn (3)Skákdagurinn var haldinn í Kjarna fyrir framan bókasafnið á fimmtudaginn 26.1. s.l. milli kl. 16:00 -  18:00  Nemendur úr  Varmárskóla og foreldrar þeirra fjölmenntu til að tefla og eiga skemmtilega stund saman.  Hér eru myndir af þessari skemmtilega degi - sjá myndasíða - skákdagur.

 

 

 

Meira ...

Starfsdagur og foreldraviðtöl

27/01/12

Mánudaginn 30.janúar er starfsdagur og þá eru nemendur í fríi. Þriðjudaginn 31.janúar eru foreldraviðtöl og hafa foreldrar fengið tímasetningar um hvenær þeir eigi að mæta til viðtals með sínu barni.

Meira ...

Síða 69 af 83

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira