logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Svefnþörf barna og unglinga

SvefþörfFleiri nemendur en áður mæta í skólann of seint, þreyttir og óúthvíldir. Sérstaklega ber að athuga stöðuna hjá þeim nemendum sem hafa sjónvarp og / eða tölvu í herbergum sínum. Foreldrar vita oft ekki af því að krakkarnir eru vakandi

Fleiri nemendur en áður mæta í skólann of seint, þreyttir og óúthvíldir. Sérstaklega ber að athuga stöðuna hjá þeim nemendum sem hafa sjónvarp og / eða tölvu í herbergum sínum.

Foreldrar vita oft ekki af því að krakkarnir eru vakandi löngu eftir að foreldrar fara að sofa.

Það eru til krakkar sem hafa gsm-símann í eða við rúmið og eru alltaf viðbúin því að hann hringi eða gefi frá sér píp sem segir til um að viðkomandi hafi fengið SMS-skilaboð. Krakkar nái ekki djúpa svefninum sem er nauðsynlegur til að fá raunverulega hvíld og svefnlotur verða styttri.

En hver er svefnþörfin? 
5 til 8 ára 10 – 12 klst.
9 til 12 ára 10 - 11 klst.
13 til 15 ára 9 – 10 klst.

Þeir sem ekki fá nægan svefn og hvíld safna upp “svefnskuld”, jafnvel þó svo að þeim finnist þeir úthvíldir og alls ekki í þörf fyrir að sofa lengur.

Ef of lítill svefn er viðvarandi þá er vaknað að morgni með “tóman tank” og skóladagurinn byrjar ekki eins og best verður á kosið.

Viðvarandi svefnskortur getur leitt til; þunglyndis, einbeitingarskorts, minni námsárangurs, skertra viðbragða og minna úthalds.

Bandaríkjunum var gerð tilraun á mjög góðum námsmönnum þar sem hver og einn var “rændur” klukkustundar svefni á nóttu. Niðurstöður urðu mælanlegri minni námsárangur og skortur á einbeitingu.

Áhugavert að fá nemendur til að halda svefndagbók í eina til tvær vikur þar sem þeir skráðu hjá sér; hvenær farið er að sofa, hve lengi sofið, hvort sofið er á daginn og hvað nemendur eru að gera áður en þeir fara að sofa.

Á kynþroskaaldri virðist líkamsklukkan gefa frá sér þau skilaboð að unglingurinn upplifir sig úthvíldan og að hann hafi sofið nóg – finna ekki fyrir þreytu. En í raun eru þetta röng skilaboð því unglingar verða að sofa og fá nægilega hvíld.

Þeir sem eru að horfa í tölvuskjá / sjónvarp rétt áður en farið er að sofa finna oft fyrir því að svefninn lætur á sér standa. Það er birtan og sindrandi geislar frá skjánum sem virkar örvandi og dregur þar með úr getunni til að sofna. Í herbergjum barna og unglinga er oft stutt í sjónvarpið og setið er ofan í tölvuskjánum þannig að útgeislunin er mikil og beint í andlitið.

Góð leið til að komast í ró er að lesa eða láta lesa fyrir sig, fara í heitt bað, markviss slökun og góð og regluleg hreyfing.

Einnig þarf að hafa það í huga að í kóladrykkjum + kaffi og te er koffín sem er örvandi og torfeldar þess vegna svefn. Börn og unglingar á Íslandi drekka óhóflega mikið af gosdrykkjum og þar eru kóladrykkir stór hluti.

Ofbeldis- og spennuleikir seint að kvöldi hafa örvandi áhrif á hugarástandið og því erfiðara að finna nauðsynlega ró sem er nauðsynleg til að sofna.

(Tekið af vef Heimilis og skóla: http://heimiliogskoli.is/fyrir_foreldra/)

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira