logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

FGMOS

FGMOSFGMOS stendur fyrir fulltrúaráð grunnskólaforeldra í Mosfellsbæ. FGMOS er svæðisráð foreldrafélaga grunnskólanna í Mosfellsbæ en þeir eru þrír talsins, þ.e. Varmárskóli, Krikaskóli og Lágafellsskóli. Markmið þessa svæðisráðs er að gæta hagsmuna barna, foreldra og starfsfólks skólasamfélagsins og vinna í samstarfi við bæjaryfirvöld.

STJÓRN OG VARASTJÓRN FULLTRÚARÁÐS GRUNNSKÓLAFORELDRA Í MOSFELLSBÆ - SVÆÐISRÁÐ GRUNNSKÓLAFORELDRA Í MOSFELLSBÆ

Úr Varmárskóla: Ákveðið síðar.


       

 

Úr Krikaskóla:


Úr Lágafellsskóla:

Aðalmenn í stjórn eru:
Mosforeldrar er deild og hluti af FGMOS og heyrir undir stjórn FGMOS. Mosforeldrar er sameiginlegur vettvangur grunn- og leikskólaforeldra í Mosfellsbæ sem og foreldra FMOS (Framhaldsskólans í Mosfellsbæ), Listaskóla Mosfellsbæjar og annarra skólastofnanna sem reknar eru í bænum bæði til lengri og skemmri tíma.
Tilgangur FGMOS sem og deildar Mosforeldra undir FGMOS er að styrkja rödd foreldra sem hagsmunahóps í Mosfellsbæ og sameina krafta þeirra til góðra verka í skólamálum. FGMOS er svæðisráð og vinnur það að sameiginlegum málefnum nemenda í grunnskólum bæjarins.

Mosforeldrar eru deild og heyrir undir FGMOS og gætir hagsmuna grunnskólaforeldra sem hafa hagsmuni að gæta í öðrum skólum bæjarins. Aðrir foreldrar sem kunna að vera utan FGMOS hafa fullan rétt á að sækja fundi Mosforeldra og hafa þar tillögurétt sem og atkvæðisrétt um málefni er snúa að þeim samtökum. Óheimilt er þó að álykta undir nafni Mosforeldra hafi stjórn FGMOS ekki samþykkt slíkar állyktanir og tillögur.

FGMOS er tengiliður grunnskólaforeldra á svæðinu við Heimili og skóla, landssamtaka foreldra og tilnefnir fulltrúa til setu í fulltrúaráði samtakanna. Jafnframt kýs ráðið sér fastan fulltrúa til setu sem áheyrnarfulltrúi með málfrelsi og tillögurétt á fundum fræðslunefndar Mosfellsbæjar eins og mælt er fyrir í 6. grein grunnskólalaga nr. 91/2008. Foreldrafélög eru nú lögbundin í grunnskólum og foreldrar eiga fulltrúa í skólaráðum sem komu til með nýjum grunnskólalögum.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira